Hafrannsóknastofnun

  
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Veiðiráðgjöf
Ástand og aflahorfur
Eldri skýrslur
Kynningarefni
ICES-mat á aflareglum
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KEILA
Veiðiráðgjöf

Eitt meginverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar er að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu veiðistofna. Ráðgjöfin byggir á eftirfarandi meginþáttum:
 • Ákvörðun stofnstærðar (stofnmat)

 • Spá um þróun stofnstærðar og afraksturs næstu ár

 • Nýtingarstefnu til lengri tíma

 • Sérfræðingar stofnunarinnar vinna að úrvinnslu gagna og stofnmati. Veiðiráðgjafarnefnd stofnunarinnar fer síðan yfir stofnmat allra tegunda og veitir ráðgjöf. Að lokum fer veiðiráðgjafarnefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins yfir ráðgj?fina fyrir nokkrar mikilvægustu tegundirnar.

  Stofnmat
  Í stofnmati felst mat á stærð stofnsins á líðandi stund. Við stofnmat eru m.a. nýtt eftirfarandi gögn:
  • Afli

  • Sýni úr afla (aldur, lengd, þyngd, kyn, kynþr.)

  • Bergmálsmælingar (f. síld, loðnu, úthafskarfa)

  • Stofnmælingar (röll)

  • Aflabrögð skipa (t.d. t/klst, úr afladagbákum)

  Aldur fiska er greindur út frá árhringum í kvörnum eða hreistri. Út frá heildarafla og aldri er reiknaður fjöldi fiska sem veiddur er úr hverjum árgangi. Hlutfallsleg fækkun í árgangi frá ári til árs er mælikvarði á heildarafföll í stofninum. Þegar áætluð náttúruleg afföll hafa verið dregin frá, fæst mat á veiðidánarstuðli og hægt er að bakreikna stofnstærð fyrri ára.

  Stærð þorskstofnsins hefur verið metin árlega um þriggja áratuga skeið. Í hvert sinn, sem ný úttekt er gerð, er fyrra stofnmat endurmetið í ljósi nýrra upplýsinga um gang veiða, aldurssamsetningu afla, sókn, árgangastyrk o.fl. Þannig fæst samanburður á stofnmati á hverjum tíma við síðara endurmat. Ef litið er á tímabilið 1970-1997 er mismunur á upphaflegu mati og endurmati að meðaltali 8%. Mesta frávik á stofnmati var á árunum 1998-2000 eða 27-31% ofmat Mat á stofnstærð þessi ár gæti þó breyst við endurmat á stærð árganga sem enn eru í veiðinni. Reynslan sýnir að mun oftar hefur verið tilhneiging til að ofmeta stærð þorskstofnsins fremur en að vanmeta hana.

  Þróun stofnstærðar
  Spár um þróun stofnstærðar og áætlanir um afrakstur þorskstofnsins næstu 2-3 árin eru byggðar á eftirfarandi þáttum:
  • Væntanlegri nýliðun á stofninn.

  • Áætluðum vexti.

  • Áætluðum afla.

  • Áætluðu afráni annarra tegunda.

  Nýtingarstefna
  Unnið er að nýtingarstefnu til lengri tíma fyrir alla helstu nytjastofna á Íslandsmiðum. Þetta er í samræmi við yfirlýsingar og samþykktir Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu fiskistofna og beitingu varúðarreglu við stjórn fiskveiða. Þegar hefur nýtingarstefna verið mörkuð fyrir þrjár tegundir, þorsk, íslenska sumargotssíld og loðnu.
  » prenta

   

  Leit
  Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is