Hafrannsóknastofnun

  
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
  Þorskeldiskvótaverkefnið
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LÚÐA
Þorskeldiskvótaverkefnið

Verkefnisstjóri: Valdimar Ingi Gunnarsson (valdimar@sjavarutvegur.is).
Upphafsár: 2002
Áætlað lokaár: 2015
Samstarfsaðilar: Hafrannsóknastofnun og fyrirtæki sem fá úthlutað aflaheimildum til þorskeldis.

Lýsing á verkefninu: þann 15. maí 2002 voru samþykktar breytingar á lögum nr. 38/1990 um stjórnun fiskveiða þar sem kemur fram að sjávarútvegsráðherra hefur til sérstakrar ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 500 lestum af óslægðum þorski á fiskveiðiárunum 2001/2002 til og með 2005/2006.

Þessum aflaheimildum skal ráðstafað til tilrauna með áframeldi á þorski í samráði við Hafrannsóknastofnunina sem fylgist með tilraununum og birtir niðurstöður um gang þeirra. Þessari heimild sjávarútvegsráðherra hefur nú verið framlengd til og með fiskveiðiárinu 2014/2015. Gefin hefur verið út reglugerð nr. 736/2009 um úthlutun aflaheimilda í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess.

Markmiðið með vinnu Hafrannsóknastofnunar er að:
•
 • Samræma söfnun og úrvinnslu gagna aðila sem fengu úthlutað þorskeldiskvóta
  •
 • Gefa árlega út skýrslu til að tryggja að sú þekking sem hefur aflast varðveitist
  •
 • Stuðla að þekkingarmiðlun á milli þorskeldisfyrirtækja
  •
 • Fá fram tillögur um mikilvæg rannsókna- og þróunarverkefni

  Gefin hefur verið út Handbók um skýrslugerð aðila sem fá úthlutað aflaheimildum til áframeldis á þorski". Í þessari handbók eru teknar saman leiðbeiningar um hvernig standa eigi að mælingum, skráningum, úrvinnslu og birtingu á niðurstöðum vegna almennra skráninga.

  Í lok hvers árs er haldinn fundur með verkefnistjórum þeirra fyrirtækja sem fengu úthlutun. Þar er farið yfir reynslu ársins og skýrslugerð til Hafrannsóknastofnunarinnar. Farið verður yfir áhersluverkefni fyrir næsta kvótaár og komið með tillögur um mikilvæg rannsókna- og þróunarverkefni.

  Sérfræðingar á Hafrannsóknastofnuninni vinna síðan með verkefnisstjórum einstakra þorskeldisfyrirtækja við að draga saman niðurstöður í eina samantektarskýrslu þar sem er að finna frekari úrvinnslu, samanburð á milli fyrirtækja og ítarlegri túlkun gagna.

  Í samantektinni verður leitað lausna á þeim vandamálum sem koma upp á grundvelli þeirrar þekkingar sem áður hefur verið aflað í rannsóknum á þorski eða öðrum tegundum. Jafnframt verði skilgreind ný rannsókna- og þróunarverkefni sem mælt er með að unnið verði að á næstu árum.

  Nánari upplýsingar um þorskeldi má finna á:http://www.sjavarutvegur.is/thorskeldi/index.htm
 • » prenta

   

  Leit
  Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is