Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
  Þorskeldiskvótaverkefnið
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KEILA
Nánar um eldisrannsóknir
Eldisþorskur
Lúða
Fyrstu árin voru gerðar ýmsar vaxtartilraunir með lúðu sem safnað var í Faxaflóa, m.a. var kannað hvernig vaxtarhraði breytist með hita og fiskstærð og hvernig kjörhiti til vaxtar breytist með fiskstærð. Þá var kannað hve mikið af fiski er unnt að ala á flatareiningu og kannað við hvaða stærð lúðan verður kynþroska við eldisaðstæður. Einnig voru gerðar fóðurtilraunir, tilraunir með seiðaeldi og kynbótatilraunir í samvinnu við Stofnfisk hf og Fiskeldi Eyjafjarðar hf.

Þorskur
Könnuð hafa verið hrognagæði með tilliti til stærðar og aldurs hrygna. Frá árinu 1994 hafa verið stundaðar tilraunir með seiðaframleiðslu og árlega hafa að jafnaði verið framleidd nokkur þúsund þorskseiði. Árið 2001 voru framleidd í stöðinni um 8000 seiði og árið 2002 um 25 000 seiði sem hafa verið seld þremur innlendum fyrirtækjum sem vinna að uppbyggingu þorskeldis, Útgerðarfélagi Akureyringa hf, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf og Síldarvinnslunni hf. Þá hafa verið framkvæmdar umfangsmiklar vaxtartilraunir til að kanna hvernig kjörhiti til vaxtar og fóðurnýtingar breytist með fiskstærð. Niðurstöðurnar hafa einnig verið nýttar til að þróa reiknilíkan fyrir vöxt á þorski. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með mismunandi fóður fyrir þorsk. Að lokum má nefna rannsóknir á ónæmisfræði þorsks sem stundaðar hafa verið í stöðinni af sérfræðingum Tilraunastöðvarinnar á Keldum.

Sandhverfa
Þessi fisktegund er sjaldgæf á Íslandsmiðum en í Evrópu er hún vel þekkt og ein af dýrustu fisktegundum á markaði þar. Markmið Hafrannsóknastofnunarinnar er að reyna að koma þessari verðmætu tegund út í atvinnulífið. Frá árinu 1991 hefur klakfiski verið safnað með hjálp sjómanna og á árinu 1998 tókst að framleiða 1500 seiði, 10 000 árið 1999, 30 000 árið 2000, 25 000 árið 2001 og loks 130 000 seiði árið 2002 auk sölu á kviðpokalirfum sem urðu að 25 000 seiðum. Tvö fyrirtæki, Sæbýli hf í Vogum og Silfurstjarnan hf í Kelduhverfi hafa keypt seiðin. Gott skilaverð, um 900 kr/kg hefur fengist fyrir íslensku eldissandhverfuna. Gerð hefur verið úttekt á arðsemi í sandhverfueldi. Nú standa yfir rannsóknir á vaxtargetu og kjörhita sandhverfu allt frá seiðum að matfiski.

Sæeyra
Árið 1988 tók Hafrannsóknastofnunin að sér að flytja inn og gera tilraunir með eldi á rauðu sæeyra frá Kaliforníu fyrir einkaaðila. Nokkrum árum seinna tókst starfsmönnum Stöðvarinnar að fjölga tegundinni. Tvö fyrirtæki stunda nú eldi á Sæeyra, Sæbýli hf í Vogum og Stofnfiskur hf á Hauganesi og hafa innfluttu dýrin verið nýtt til undaneldis hjá báðum fyrirtækjum. Starfsmenn Stöðvarinnar hafa tekið þátt í rannsóknum á kjörhita og prófunum á þurrfóðri fyrir sæeyru sem framleitt hefur verið af fóðurfyrirtækinu Laxá hf.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is