Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
  Hrefnurannsóknir
  Átak 1986-1989
  Ferðir merktra hvala
  Hvalagagnagrunnur
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LÚÐA
Átak 1986-1989
Á árunum 1986-1989 var gert mikið átak í hvalarannsóknum hér við land með það meginmarkmið að efla grundvöll veiðiráðgjafar áður en hvalveiðibannið kæmi til endurskoðunar, en samkvæmt upphaflegum samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins átti slík endurskoðun að fara fram eigi síðar en árið 1990. Rannsóknir þessar voru mjög víðtækar og mörkuðu þáttaskil í þekkingu okkar á líffræði og vistfræði hvala við Ísland. Í samvinnu við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf voru framkvæmdar viðamiklar hvalatalningar árin 1987 og 1989 og fékkst þannig í fyrsta sinn áreiðanlegt mat á stofnstærðum helstu nytjategunda hvala við Ísland og á aðliggjandi hafsvæðum. Hluti hvalarannsóknaátaksins fólst í margvíslegum líffræðirannsóknum og voru í því skyni veiddar 292 langreyðar og 70 sandreyðar á ofangreindu tímabili. Helstu viðfangsefni þessara rannsókna voru almenn líffræði (aldur, vöxtur, viðkoma o.fl.), fæðuvistfræði, stofnerfðafræði og orkubúskapur. Fjölmargir erlendir og innlendir vísindamenn utan Hafrannsóknastofnunarinnar nýttu sér aðstöðuna til ýmissa rannsókna á sviði þróunarfræði, sníkjudýrafræði, lífeðlisfræði og læknisfræði.

Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í ýmsum tímaritum og kynntar í
ráðstefnugreinum. -Skoða lista yfir greinar.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is