Hafrannsóknastofnun

  
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt
Saga
Rannsóknasvið og deildir
Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ
Útibú og eldisstöð
  Vestmannaeyjar
  Ísafjörður
  Höfn
  Akureyri
  Ólafsvík
  Tilraunaeldisstöð - Grindavík
Sjávarútvegsbókasafn
Fyrirspurnir og ábendingar
Rannsóknaskip
HELSTU NYTJASTOFNAR:
BLÁLANGA
Vestmannaeyjar
Útibú Hafrannsóknastofnunar í Vestmannaeyjum hóf starfsemi 1. október 1986. Fyrstu átta árin hafði útibúið aðsetur í Vinnslustöðinni h/f en í október 1994 fluttist starfsemin í húsnæði Rannsóknasetursins í Vestmannaeyjum að Strandvegi 50. Húsnæðið er í eigu Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar. Útibúið er á þriðju hæð hússins.

Auk þess eru í húsinu Matís, útibú frá Háskóla Íslands, Náttúrustofa Suðurlands, Viska - fræðslu- og símenntunarmiðstöð, Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands og Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar.

Útibúið er tengiliður Hafrannsóknastofnunar við sjávarútveginn í Vestmannaeyjum. Gagnasöfnun úr lönduðum afla er stór þáttur í starfseminni, einnig annast útibúið ýmsa upplýsingaöflun varðandi veiðar við Suðurströndina.

Frá útibúinu hafa verið stundaðar ýmsar rannsóknir á svæðum kringum Vestmannaeyjar og við Suðurströndina auk smærri verkefna t.d. vegna fiskmerkinga og söfnunar þangs vegna mengunarmælinga.

Rannsóknaverkefni:

 • Stofnmæling (vöktun) á marsíli við Ísland.

 • Stofnmæling með netum (SMN).

 • Fæða þorskfiska úr afla fiskiskipa.


 • Annað:

  Einnig er unnið á útibúinu að endurskoðun gagnasöfnunarkerfa sem notuð eru við sýnatöku úr lönduðum afla og ýmsum rannsóknarleiðöngrum Hafrannsóknarstofnunar.

  Heimilisfang:

  Hafrannsóknastofnun,
  Strandvegi 50,
  900 Vestmannaeyjar

  Starfsfólk:

  Valur Bogason, útibússtjóri, s. 575 2320
  Leifur Gunnarsson, rannsóknamaður, s: 575 2321

  Fax: 481 2669


  Skoðið einnig heimasíðu Rannsókna- og fræðasetrið Vestmannaeyjum.
  » prenta

   

  Leit
  Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is