Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt
Saga
Rannsóknasvið og deildir
Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ
Útibú og eldisstöð
  Vestmannaeyjar
  Ísafjörður
  Höfn
  Akureyri
  Ólafsvík
  Tilraunaeldisstöð - Grindavík
Sjávarútvegsbókasafn
Fyrirspurnir og ábendingar
Rannsóknaskip
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LÚÐA
Ísafjörður
Útibúið hóf starfsemi sína 17. september 1976 og er til húsa í Þróunarsetri Vestfjarða við Árnagötu í svokölluðu Vestrahúsi. Í þessu húsi hefur útibúið verið alla tíð en árið 1999 var Þróunarsetrinu komið á laggirnar og húsnæði endurhannað og innréttað, en Þróunarsetur Vestfjarða er hugsað sem samstarfsvettvangur smárra stofnana og fyrirtækja.

Árið 2006 var Háskólasetri Vestfjarða komið á laggirnar og er Hafrannsóknastofnun ein af stofnaðilum og á fulltrúa í stjórn. Í húsnæði Háskóla- og þróunarseturs eru nú tíu stofnanir og fyrirtæki og eru u.þ.b. 40 starfsmenn starfandi þar.

Unnið er að ýmsum verkefnum á útibúinu. Ávallt er reynt að fylgjast sem best með lönduðum afla og sýni tekin reglulega. Farið er í allmarga leiðangra á vegum stofnunarinnar, bæði á rannsóknaskipunum og heimabátum.

Á árinu 2005 var tekin ákvörðun um að á útibúinu yrði lögð sérstök áhersla á rannsóknir á veiðarfærum. Hafa nú verið ráðnir tveir sérfræðingar á því sviði og stöðugildi við útibúið því 4,5.

Helstu verkefni:
  • Endurskoðun gagnasöfnunarkerfa

  • Fæða þorsks í afla fiskiskipa

  • Kjörhæfni botn- og flotvarpa

  • Kjörhæfni við lðnuveiðar

  • Myndatökur á togveiðarfærum


Annað:

Með reglubundnum hætti er aflað þang- og kræklingssýna fyrir Geislavarnir ríkisins til vöktunar á geislavirkum efnum og þungmálmum. Útibúið er í góðum tengslum við marga sjómenn og útgerðarmenn og svarar fyrirspurnum og aflar ýmissa upplýsinga fyrir útveginn.

Heimilisfang:

Hafrannsóknastofnun
Árnagötu 2-4
400 Ísafjörður

Starfsfólk:

Hjalti Karlsson, Útibússtjóri, s: 575 2300
Einar Hreinsson, sérfræðingur, s: 575 2301
Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, rannsóknamaður, s: 575 2302
Arnar Björnsson, rannsóknamaður, s: 575 2303
Arnþór Bragi Kristjánsson, rannsóknamaður, s: 575 2305
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is