Hafrannsóknastofnun

  
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt
Saga
Rannsóknasvið og deildir
Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ
Útibú og eldisstöð
  Vestmannaeyjar
  Ísafjörður
  Höfn
  Akureyri
  Ólafsvík
  Tilraunaeldisstöð - Grindavík
Sjávarútvegsbókasafn
Fyrirspurnir og ábendingar
Rannsóknaskip
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LOÐNA
Akureyri
Eyjafjörður
Útibú Hafrannsóknastofnunar á Norðurlandi var staðsett á Húsavík frá stofnun þess 1974 til 1990 en var þá flutt til Akureyrar. Sérfræðingur útibúsins starfar í nánum tengslum við Háskólann á Akureyri.

Stór hluti starfseminnar felst í að sjá um sýnatöku úr lönduðum afla á Norðurlandi.

Starfmenn útibúsins taka einnig þátt í og leiða ýmis önnur rannsóknaverkefni við Norðurland.

Útibúið er tengiliður Hafrannsóknastofnunar við sjávarútveginn á Norðurlandi.

Útibúið sér einnig um rekstur á 10 tonna rannsóknarbáti, Einari í Nesi EA 49. Hann er útbúinn litlum krana, handfærarúllum og er með aðstöðu til sjósýnatöku.

Nánar um Einar á Nesi.

Helstu verkefni:
 • Samantekt á norðlenskum hafrannsóknum og fiskveiðum

 • Rannsóknir á ýsu og þorski á sjókvíaeldi

 • Sýnataka vegna umhverfismats

 • Fæða þorsks úr afla fiskiskipa

 • Vistfræði Eyjafjarðar

 • Stofnmæling botnfiska í Eyjafirði

 • Flæði Atlantssjávar inn á Norðurmið

 • Streymi djúpsjávar út um Grænlandssund

 • Flæði sjávar og ferskvatns í Austur -Íslandsstraumi

 • Fiskmerkingar

 • Aflabrögð í árlegum sjóstangamótum umhverfis landið

Önnur starfsemi:

Starfsmenn útibúsins sjá um kennslu í sjávarlíffræði, fiskifræði og haffræði við Háskólann á Akureyri. Þeir leiðbeina einnig við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þlóðanna.

Starfsmenn sjá um að svara fyrirspurnum frá sjómönnum og öðrum þeim sem áhuga hafa á lífríki sjávar. Útvegun eyðublaða og leyfa, móttaka fiskmerkja o.fl.

Heimilisfang:

Hafrannsóknastofnun
Borgir við Norðurslóð
600 Akureyri

Starfsmenn:

Steingrímur Jónsson, sérfræðingur/prófessor, s: 460 8972
Tryggvi Sveinsson, skipstjóri, s: 460 8973/854 1882


» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is