Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
ÝSA
Helstu nytjastofnar

GRÁLÚÐA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Reinhardtius hippoglossoides (Walbaum, 1792)

Heimkynni grálúðu eru í Norður-Atlantshafi og Barentshafi. Í Kyrrahafi finnst grálúða einnig. Við Ísland hefur grálúða fundist allt í kringum landið en hún er sjaldséð undan Suðurlandi. Mest er um hana í köldum djúpsjó einkum undan Norðvesturlandi en einnig Norður- og Austurlandi.

Grálúðan er botnfiskur sem fundist hefur á 200-2000 metra dýpi, sjaldan þó grynnra en á 400 metrum og einkum á leirbotni. Hún flækist mikið upp um sjó og er sú flatfisktegund sem einna minnst virðist vera háð botnlífinu. Merkingar sýna að grálúða flækist frá Íslandi til Barentshafs, Færeyja og Hjaltlands og frá Grænlandi til Íslands.

Fæða grálúðunnar er mest fiskar, eins og loðna og mjórar, en einnig krabbadýr eins og rækja, ísrækja og ljósáta. Óvinir grálúðunnar eru helst hákarlinn auk þess sem mjaldur og náhvalur éta grálúðu.

Flestar grálúður verða kynþroska 9-12 ára en sumar fyrr, einkum hængarnir.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is