Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
STEINBÍTUR
Helstu nytjastofnar

RÆKJA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Pandalus borealis Krøyer, 1838

Rækja er kaldsjávartegund sem lifir í Norður-Atlantshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. Hún hefur fundist á 20 til 1400 m dýpi en hér við land er algengast að hún sé á 50 til 700 m dýpi. Hún heldur sig mest á leirbotni, en finnst þó stundum einnig á hörðum botni. Meðfram suðurströndinni hefur rækja ekki fundist í veiðanlegu magni.

Rækjan er tvíkynja. Hún verður fyrst kynþroska sem karldýr en skiptir síðan um kyn og verður að kvendýri. Það kemur þó fyrir, þar sem vaxtarskilyrði eru góð, að rækjan verður strax kvendýr við kynþroska án þess að ganga í gegnum karlstigið fyrst. Til að greina kyn rækjunnar er notuð lögun innri blöðkunnar neðan á fremsta sundfótapari.

Rækja nærist aðallega á leifum plöntu- og dýrasvifs (groti) og smádýrum sem lifa á botni eða nálægt botni. Rækjan lyftir sér frá botni eftir að dimmt er orðið og veiðir þá svifdýr sér til matar. Þegar birtir aftur leitar hún botns á ný. Einnig hefur rækja sést éta dauða eða dauðvona fiska. Rækjan er mikilvæg fæða fyrir margar lífverur í sjó, t.d. hefur hefur verið sýnt fram á að afrán þorsks hefur bein áhrif á það hve mikið af rækju er í sjónum.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is