Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KÚFSKEL
Helstu nytjastofnar

KEILA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Brosme brosme (Ascanius, 1772)

Heimkynni keilunnar eru í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi er hún frá Svalbarða og vestanverðu Barentshafi í norðanverðan Norðursjó. Í norðvestanverðu Atlantshafi finnst keilan við Grænland og Norður-Ameríku frá Labrador að Þorskhöfða í Bandaríkjunum.

Við Ísland lifir keila allt í kringum landið. Keila er algengust vestur af landinu og á Austfjarðamiðum allt út í Rósagarð (Færeyjahrygg). Mun minna er af henni fyrir norðan land.

Keilan er botnfiskur og lifir á 20-1000 metra dýpi við 0-10°C. Hún heldur sig aðallega á grýttum botni eða hrauni en síður á leirbotni. Smákeilan heldur sig mun grynnra og nær landi en sú stóra.

Fæða keilu er mest ýmis konar krabbadýr eins og humar, trjónukrabbi, humrungur, tenglingur, augnasíli og auk þess fiskar eins og spærlingur, smákarfi. Allmargir ránfiskar éta keilu m.a. langa, blálanga, skata, stórlúða, hákarl o.fl. háfiskar.

Keilan verður líklega kynþroska 46-50 cm löng og er þá 8-9 ára gömul. Talið er að keilan geti orðið allt að 40 ára.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is