Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
UFSI
Helstu nytjastofnar

LANGA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Molva molva (Linnaeus, 1758)

Heimkynni löngunnar eru í Norðaustur-Atlantshafi frá Múrmansk og Norður-Noregi suður til Marokkó. Í Miðjarðarhafi er hún sjaldséð. Hennar hefur einnig orðið vart við Suðvestur-Grænland og við Nýfundnaland.

Langa er allt í kringum Ísland en hún er mun tíðari við Suðaustur-, Suður- og Suðvesturland en í kalda sjónum norðan lands og austan.

Langan er botnfiskur sem veiðst hefur á 20-600 metra dýpi og jafnvel allt niður á 1000 metra. Hún er algengust á 80-200 metra dýpi. Venjulega eru það ungar löngur sem halda sig grynnra en 100 metra. Langan heldur sig mest á eða yfir hörðum botni eða grýttum sandbotni.

Fæða löngu er einkum allskonar fiskar eins og t.d. síld, þorskur, ýsa, spærlingur, kolmunni og flatfiskar en einnig étur hún krabbadýr, sæstjörnur, smokkfiska o.fl. Þau rándýr sem éta löngu eru helst stærstu fiskar eins og hákarl, auk höfrunga og háhyrnings.

Vöxtur er allhraður fyrsta árið, eða um 18-20 cm, og síðan um 8-10 cm á ári. Kynþroska verður langan 6-8 ára og hængar fyrr en hrygnur. Talið er að langan geti orðið a.m.k. 25 ára.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is