Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
SKÖTUSELUR
Helstu nytjastofnar

LOÐNA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Mallotus villosus (Muller, 1776)

Loðnan er kaldsjávarfiskur sem lifir í Norður-Atlantshafi í Barentshafi við Ísland, Grænland og Kanada. Við Ísland heldur loðnan sig í kalda sjónum fyrir norðan land megnið af ævinni en gengur þó í hlýsjóinn sunnan og suðvestan Íslands til hrygningar. Útbreiðsla loðnuseiða á fyrsta ári getur verið allt umhverfis land, enda þótt mergð hennar sé yfirleitt mikil norðan lands. Útbreiðsla eins og tveggja ára ungloðnu er í meira mæli á svæðinu norðan lands og jafnvel norður í Íslandshaf, enda þótt hún finnist einnig sunnar í hlýrri sjó. Aðalheimkynni kynþroska loðnu tveggja ára og eldri, eru norðan og norðvestan lands. Eitt megineinkenni þessa stofnhluta eru miklar fæðugöngur að sumarlagi (júlí-ágúst) meðfram straumskilum (pólfronti) til svæðisins vestur og norðvestur af Jan Mayen og allt norður á 72-74 °N og aftur til baka að haustlagi (september). Hluti stofnsins getur þó haldið sig sunnar, þ.e. í Grænlandssundi og norðan Íslands, og er oft blandaður ungloðnu. Loðnan er uppsjávarfiskur en hún hrygnir botnlægum eggjum.

Langmikilvægasta fæða loðnu eru krabbaflær, einkum rauðáta og póláta en einnig aðrar smærri krabbaflær. Vægi krabbaflóa minnkar þó með vaxandi lengd loðnu og vægi ljósátu eykst að sama skapi.

Flestir fiskar, einkum botnfiskar, lifa á loðnu einhvern tíma á æviskeiði sínu. Mest kveður að loðnuátai í mars þegar hún gengur til hrygningar. Loðna verður þá auðveldari bráð þar sem vaxandi hrognafylling er líkleg til að draga úr hæfni hennar til að forðast afrán. Ennfremur dregur hrygningin loðnuna til dauða og er hún þá auðfengin bráð.

Ókynþroska loðna vex mun hægar en sú kynþroska. Við kynþroskann eykst vaxtarhraðinn meira hjá hængum en hrygnum. Loðna verður kynþroska þriggja ára en einstaka fiskar verða þó kynþroska árinu fyrr eða seinna.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is