Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LANGLÚRA
Helstu nytjastofnar

LÚÐA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Hippoglossus hippoglossus (Linnaeus, 1758)

Heimkynni lúðunnar eru í Norður-Atlantshafi, Norður-Íshafi og Barentshafi frá Svalbarða, Bjarnareyju og Múrmansk suður í Biskajaflóa. Hún er við Grænland og við Norður-Ameríku frá Labrador í Kanada suður til Þorskhöfða í Bandaríkjunum. Lúða finnst allt í kringum Ísland en mun meira er um hana undan Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi en norðan- og austanlands.

Lúðan er botnfiskur sem heldur sig mest á sand-, leir- eða malarbotni og stundum á hraunbotni. Þá þvælist hún talsvert upp um sjó. Hún lifir á 20-2000 metra dýpi og 1-15°C hita en kjörhiti hennar er 3-9°C. Lúðan er mikill göngufiskur og flækist víða um sjó. Lúður merktar á Íslandsmiðum hafa veiðst við Færeyjar, Austur- og Vestur-Grænland og nálægt Nýfundnalandi. Þá hafa lúður merktar við Færeyjar og Kanada veiðst á Íslandsmiðum. Smálúðan elst upp á grunnunum til 3-5 ára aldurs en heldur þá út á djúpið. Á vorin og sumrin gengur stór lúða úr djúpinu upp á grunnmið en dregur sig aftur utar og dýpra þegar haustar og kólnar. Stórar lúður sækja mikið í harða strauma.

Lúðan er mjög gráðug og stórlúðan étur allt sem að kjafti kemur og hún ræður við. Helst eru það fiskar sem hún leggur sér til munns og má nefna karfa, þorsk, ýsu, hrognkelsi, steinbít, loðnu og sandsíli, auk allskonar krabbdýra og fleiri botndýra. Lúðu éta selir, smáhveli og háfiskar, einkum hákarl.

Lúðan vex allhratt og talið er að hún geti orðið a.m.k. 25-30 ára og jafnvel miklu eldri, en erfitt er að aldursákvarða mjög stórar og gamlar lúður.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is