Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
HROGNKELSI
Helstu nytjastofnar

SÍLD

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Clupea harengus Linnaeus, 1758

Heimkynni síldarinar eru í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi finnst hún frá Barentshafi suður til Biskajaflóa, Í Norðvestur-Atlantshafi er hún við Grænland og frá Labrador suður til Hatterashöfða í Norður-Karólínuríki Bandaríkjanna. Hér við land er síld allt í kringum landið.

Síldin er uppsjávar- og miðsævisfiskur þótt hún hrygni við botn. Hún finnst frá yfirborði og niður á 20-250 metra dýpi og er ekki sérlega viðkvæm fyrri seltustigi sjávar og á það jafnvel til að flækjast upp í árósa.

Aðalfæða síldar eru rauðáta og skyldar tegundir. Síldin étur einnig nokkuð af ljósátu og marflóm. Í egg síldarinnar sækja margir fiskar mest þó ýsan. Ungsíldin og sú fullorðna eru étnar af ýmsum hraðsyndum fiskum eins og háfi og þorski. Fuglar, selir og hvalir, einkum háhyrningar, eru einnig gráðugir í hana.

Þrír síldarstofnar hafa fundist við Ísland: tveir íslenskir (vor- og sumargotssíld) og norski vorgotssíldarstofninn, en hann kom hingað í ætisleit á sumrin. Íslenska sumargotssíldin elst upp í flóum og fjörðum undan Norðvestur-, Norður- og Austurlandi til tveggja ára aldurs en á þriðja ári gengur hún suður fyrir land á slóðir foreldra sinna. Hún hrygnir fyrir sunnan og vestan land. Norski síldarstofninn sem kom til Íslandsmiða áður fyrr hrygnir við Vestur-Noreg. Kynþroska síldin gekk í fæðuleit til Íslands þegar voraði í sjónum. Í júní eða byrjun júlí var hún oftast komin á Norðurmið. Seint á sjöunda áratugnum hrundi stofninn m.a. vegna gengdarlausrar ofveiði á smásíld.

Á öðru hausti er síldin orðin 7-10 cm löng og 10 grömm en á næsta sumri tvöfaldast lengd hennar og hún verður 50-70 grömm í lok þriðja árs. Kynþroska nær sumargotssíldin um fjögurra ára gömul. Hámarksaldur síldarinnar er 20-25 ár.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is