Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
HÖRPUDISKUR
Helstu nytjastofnar

SKARKOLI

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Pleuronectes platessa Linnaeus, 1758

Heimkynni skarkola eru í Norðaustur-Atlantshafi, Barents- og Hvítahafi frá ströndum Múrmansk og suður í Miðjarðarhaf. Við Suðvestur-Grænland sést hann stundum en hann er hvorki við Kanada né Bandaríkin. Hér við land er skarkolinn mjög algengur á grunnslóð allt í kringum landið. Mest er af honum fyrir vestan- og sunnanverðu landinu, en minna fyrir norðaustan og austan land.

Skarkolinn er botn- og grunnfiskur. Hann heldur sig mest á sand- og leirbotni. Yngsti og smæsti kolinn er allt frá fjöruborði niður á 10 metra dýpi en sá eldri finnst niður á 200 metra dýpi og dýpra. Skarkolinn flækist stundum upp í árósa og lón. Skarkolinn grefur sig oft niður í botninn svo aðeins augun standa upp úr. Á sumrin heldur hann sig grynnra en dýpkar síðan á sér á veturna.

Fæða skarkolans er mjög breytileg. Mest ber á allskonar hryggleysingjum, t.d. skeldýrum, smákrabbadýrum og burstaormum, en smáfiskar eins og t.d. sandsíli eru einnig hluti af fæðu hans.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is