Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KOLMUNNI
Helstu nytjastofnar

SKÖTUSELUR

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Lophius piscatorius Linnaeus, 1758

Skötuselur er í austanverðu Atlantshafi við Ísland, Múrmansk og allt suður til Guineuflóa. Hann finnst hvorki við Grænland né austurströnd Norður-Ameríku. Skötuselur hefur fundist allt í kringum Ísland, en hann er mun algengari undan Suðaustur-, Suður- og Suðvesturlandi en undan Norður- og Austurlandi þar sem hann er sjaldséður.

Skötuselur er botnfiskur sem fundist hefur allt frá nokkurra metra dýpi niður á 1800 metra. Hann heldur sig á sand-, leir-, skelja-, malar- og jafnvel grýttum botni þar sem hann felur sig í þaragróðri eða í botninum og lúrir eftir bráð. Notar hann þá "veiðistöng" sína með "beitunni" á endanum sem agn og lokkar til sín bráð, einkum ýmsa fiska. Ekki verður aftur snúið þegar bráðin er komin í stóran kjaftinn með nálhvössum, afturvísandi tönnum. Fæða skötuselsins eru mest ýmsar fisktegundir eins og þorskur, ýsa, langa, keila, spærlingur, kolmunni, flestar tegundir flatfiska, sandsíli og smáháfar, en einnig ýmis krabbadýr eins og humar, trjónukrabbi og fleiri. Einnig étur hann smokkfiska og flesta stærri hryggleysingja.

Skötuselurinn vex um 15-20 cm fyrsta árið og á þriðja ári er hann orðinn 50 cm langur. Kynþroska nær hann við 75-80 cm lengd.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is