Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
HUMAR (LETURHUMAR)
Helstu nytjastofnar

STÓRKJAFTA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Lepidorhombus whiffiagonis (Walbaum, 1792)

Stórkjafta er við strendur Evrópu frá Þrándheimsfirði í Noregi suður til Portúgals og Marokkó og inn í vestanvert Miðjarðarhaf allt til Ítalíu. Við Ísland er útbreiðsla stórkjöftu takmörkuð við hlýsjóinn undan suðaustur-, suður- og suðvesturströndinni frá Hornafirði allt vestur á Breiðafjörð. Í mars hefur hún fundist í mestu magni suðvestan lands.

Stórkjaftan er botnfiskur og lifir á 40-400 metra dýpi og dýpra en algengust er hún á 100-200 metra dýpi. Hún er mest á sand- og leirbotni. Á veturna heldur hún út á dýpra vatn en grynnkar á sér á vorin og sumrin.

Fæða stórkjöftunnar er mest allskonar smáfiskar eins og spærlingur, stóri mjóni, kolmunni, loðna, en einnig flatfiska-, þorsk- og ýsuseiði, smákrabbadýr eins og rækja, svo og ýmis botndýr.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is