Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
GULLLAX
Helstu nytjastofnar

UFSI

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Pollachius virens (Linnaeus, 1758)

Heimkynni ufsans eru í Norður-Atlantshafs. Í Norðaustur-Atlantshafi er norðan frá Barentshafi suður í Biskajaflóa. Í Norðvestur-Atlantshafi finnst hann við Grænland og við austurströnd Norður-Ameríku frá Hudsonsundi suður til Norður-Karólínu. Ufsinn er allt í kringum Ísland en mun algengari í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands en undan Norður- og Austurlandi.

Ufsinn er ýmist uppsjávar- eða botnfiskur. Hann er á öllu dýpi frá yfirborði og niður á 450 metra dýpi en er algengastur niður á 200 m. Hann heldur sig yfirleitt í 4-12°C heitum sjó. Hann er gjarnan upp um allan sjó og yfir grýttum botni og sandbotni, en einnig yfir kóröllum og svampbotni en síður á leirbotni. Ufsinn fer oft um hafið í stórum torfum í ætisleit og merkingar sýna að mikill flækingur er á honum. Hann flækist m.a. frá Íslandi til Færeyja, Noregs, Skotlands og suður í Norðursjó og ufsar heimsækja okkur frá Noregi og Færeyjum.

Fæða ufsans er breytileg eftir stærð. Seiðin éta fyrst einkum burstaorma, rifhveljur og krabbaflær. Ljósáta er yfirgnæfandi hjá uppvaxandi og meðalstórum (70 cm) ufsa. Aðalfæða fullorðins ufsa er loðna og ljósáta en auk þess étur hann ýmsa fiska eins og sandsíli, kolmunna, spærling og ýsu. Ýmisir fiskar og fuglar éta seiði og ungviði ufsans en fullorðnir ufsar eru aðallega étnir af hákarli, sel og tannhvölum.

Vöxtur ufsans er allhraður fyrsta árið. Þegar seiðin eru 4-5 mánaða gömul eru þau um 5-6 cm. Ársgömul hafa þau náð 10-25 cm lengd og tveggja ára smáufsi er 28-42 cm og þá leitar hann á veturna út á dýpra vatn. Ufsinn verður kynþroska 4-7 ára, flestir 5-6 ára og hann getur orðið 25-30 ára gamall.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is