Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
RÆKJA
Helstu nytjastofnar

ÝSA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Melanogrammus aeglefinus Linnaeus, 1758

Heimkynni ýsu eru í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi er hún í Norður-Íshafi og Barentshafi og allt suður í Biskajaflóa. Við Grænland er hún sjaldséð en í Norðvestur-Atlantshafi er hún frá Nýfundnalandi til Hatterashöfða í Bandaríkjunum.

Við Ísland er ýsan allt í kringum landið. Mun meira er um hana við sunnan- og vestanvert landið en í kalda sjónum norðanlands og austan. Oft er og mikið um ýsu við Ingólfshöfða, Dyrhólaey og Vestmannaeyjar auk Faxaflóa, í Breiðafirði og við Ísafjarðardjúp. Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur sem lifir á 10-200 metra dýpi og stundum dýpra á leir- og sandbotni.

Fæða ýsunnar er margbreytileg. Ýsuseiðin éta einkum ýmis smákrabbadýr eins og ljósátu, rauðátu. Fullorðin ýsa étur ýmis konar fiskmeti, mest loðnu. Hún étur og botndýr eins og krabba og lindýr. Smáfiska eins og sandsíli, smásíld og spærling étur hún einnig, sem og rækju, fiskseiði, síldarhrogn og fleira. Mörg rándýr leggjast á ýsuna. Þar má nefna háf, þorsk, löngu, lúðu og fleiri stóra fiska. Selir og smáhveli láta hana ekki heldur í friði.

Fyrstu æviár sín vex ýsan tiltölulega hratt. Hún getur verið orðin um 20 cm þegar hún er eins árs og á öðru aldursári rúmlega 30 cm. Lengd ýsu eftir aldri er nokkuð mismunandi eftir því hvort hún elur aldur sinn í hlýja sjónum sunnanlands eða þeim kalda norðanlands. Einnig verða ýsur í hlýja sjónum fyrr kynþroska en þær í kalda sjónum. Yfirleitt verður hún kynþroska 3-4 ára gömul. Ýsan getur orðið a.m.k. 15 ára gömul en það er hæsti aldur sem greindur hefur verið á ýsu af Íslandsmiðum.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is