Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
GRÁLÚÐA
Helstu nytjastofnar

KARFI, GULLKARFI

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Sebastes marinus (Linnaeus, 1758)

Karfinn lifir í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi er hann frá Barentshafi suður í norðanverðan Norðursjó. Hann er á landgrunninu frá Skotlandi, um Ísland til Austur- og Vestur-Grænlands. Hann er og við Labrador og Nýfundnaland og allt suður í Maineflóa í Bandaríkjunum. Karfinn finnst allt í kringum Ísland en langmest er af honum fyrir vestanverðu landinu, einkum á djúpmiðum.

Karfinn er miðsævis- og botnfiskur sem heldur sig einkum á 100-300 metra dýpi við 3-8°C en hann finnst alveg niður á 1000 metra dýpi. Oft er hann við botn á daginn en upp í sjó á nóttunni.

Fæða karfans er einkum smá svifdýr, t.d. smákrabbadýr eins og ljósáta og rauðáta, pílormar og fiskseiði þegar hann er ungur en fullorðnir karfar éta einkum ljósátu og ýmsa fiska eins og síld, loðnu, ýmsa þorskfiska og auk þess rækju. Þá étur lúða, þorskur og fleiri fiskar smáan karfa og einnig er nokkuð um að karfinn éti sín eigin afkvæmi.

Karfinn hrygnir ekki eggjum eins og flestir beinfiskar gera heldur gýtur hann lifandi afkvæmum. Hann gýtur í einu 37-350 þúsund lirfum en það er sjaldgæft að fiskar sem gjóta lifandi afkvæmum eigi svo mörg í einu. Áður en got fer fram þurfa karfahængarnir að frjóvga hrygnurnar. Það gerist á haustin og fyrri hluta vetrar, þ.e. í september og fram í desember. Þá eru karfahængarnir kynþroska og þá á eðlunin sér stað. Got fer fram í apríl til maí og sennilega á 200-500 metra dýpi upp í sjó og við 4-8°C.

Karfinn er mjög hægvaxta fiskur og verður ekki kynþroska fyrr en 14-16 ára.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is