Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LÚÐA
Helstu nytjastofnar

BLÁLANGA

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Molva dypterygia (Pennant, 1784)
Heimkynni blálöngu eru hin dýpri svæði landgrunnsins og landgrunnshallarnir í Norðaustur-Atlantshafi frá Svalbarða suður í Miðjarðarhaf. Blálangan er og við Grænland og einnig verður hennar vart við Nýfundnaland.

Blálanga er allt í kringum Ísland. Mest er um hana undan Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi frá suðausturmiðum vestur í Grænlandssund (Víkuráls-Dohrnbankasvæðið) en minna er um hana norðan- og austanlands.

Blálangan er botnfiskur sem lifir á 130-1500 metra dýpi. Algengust er hún á 300-800 metrum. Hún heldur sig á dýpra vatni á veturna en grynnkar á sér á vorin og sumrin.
Fæða blálöngu er einkum ýmsar fisktegundir eins og karfi, keila, bláriddari, laxsíldar og fleiri fiskar en auk þess krabbadýr, slöngustjörnur og fleiri botndýr. Rándýr sem éta blálöngu eru, ýmsir stórir fiskar eins og hákarl en auk þess verður hún fyrir áreitni höfrunga og háhyrnings.

Vöxtur blálöngu er nokkuð hraður fyrstu tvö árin og nær hún um 30 cm lengd á þeim tíma. Síðan dregur úr vexti og er árlegur vöxtur um 5-6 cm á ári eftir þetta. Hrygnur vaxa hraðar en hængar. Hængar verða fyrr kynþroska og er um helmingur hænga orðinn kynþroska þegar þeir eru 6 ára gamlir og 80 cm langir, en helmingur hrygna er orðinn kynþroska 7 ára og 85 cm langar. Talið er að blálanga geti orðið meira en 20 ára gömul
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is