Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
STÓRKJAFTA
Helstu nytjastofnar

DJÚPKARFI

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Sebastes mentella (Travin, 1951)

Djúpkarfi finnst í Norðaustur-Atlantshafi á milli Grænlands og Íslands, suðvestan Íslands (í Grænlandshafi), meðfram hryggnum á milli Íslands og Færeyja, undan Lófóten við Noreg, í suðvestur Barentshafi, við Bjarnareyju og Suðvestur-Svalbarða. Sérstakur stofn djúpkarfa, svokallaður úthafskarfi er á djúpmiðum. Hann greinir sig m.a frá aðalstofninum í því að hann er mun minni þegar hann verður kynþroska, seiði eru stærri við got og fullorðinn heldur hann sig ofar í sjónum um gottímann og ætistímann á haustin. Úthafskarfinn er oft mjög sýktur af sníkjukrabbadýri sem kalla má sníkjuorðu en heitir á vísindamáli Sphyrion lumpi og oft er allur fiskurinn meira eða minna sýktur en þó mest við gotraufina. Þá eru einnig svartir og rauðir blettir á roði mjög algengir og dökkir blettir í holdi.

Djúpkarfi er miðsævis- og djúpfiskur eins og gullkarfi en heldur sig á meira dýpi eða á 300-1000 metrum. Oftast er hann að finna dýpra en 500 m. Einstaka sinnum veiðast stakir fiskar á 200-300 metra dýpi. Útbreiðsla djúpkarfa og gullkarfa skarast fremur lítið og tekur djúpkarfi við af gullkarfa á meira dýpi.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is