Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
DJÚPKARFI
Helstu nytjastofnar

HÖRPUDISKUR

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Chlamys islandica (O. F. Müller, 1776)

Heimkynni hörpudisksins eru í Norður-Íshafi og Norður-Atlantshafi suður til norðurhluta Noregs, Íslands, Vestur-Grænlands og Þorskhöfða í Bandaríkjunum. Ennfremur finnst hörpudiskurinn í Norður-Kyrrahafi suður til Vancouver í Kanada og Norður-Japans. Hér við land hefur hann fundist í veiðanlegu magni á 15-75 m dýpi í öllum landshlutum nema við suðurströndina. Langalgengastur hefur hörpudiskurinn þó verið í Breiðafirði.

Hörpudiskurinn getur orðið kynþroska aðeins um 3,5-4 cm að stærð (hæð) og er þá 3-4 ára gamall. Hámarksstærð hefur hins vegar mælst 12-14 cm og elstu dýr eru yfir 20 ára að aldri.

Samkvæmt merkingum er hörpudiskurinn mjög staðbundinn. Hann getur þó synt upp í nokkra metra í senn með því að opna og loka skeljunum snöggt með samdráttarvöðvanum. Þar sem umhverfisskilyrði eru hagstæðust hafa yfir 100 hörpudiskar verið taldir á fermetra eða 5-6 kg.

Fæðu síar hörpudiskurinn úr sjónum með hjálp tálknanna og samanstendur hún m.a. af plöntusvifi og örsmáum lífrænum ögnum. Aðalóvinir eru krossfiskur, beitukóngur, trjónukrabbi og æðarfugl, en tveir þeir síðarnefndu ráða þó aðeins við smærri skeljar. Fiskar éta einnig hörpudisk svo sem steinbítur og þorskur.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is