Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
  Helstu nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KOLMUNNI
Helstu nytjastofnar

HUMAR (LETURHUMAR)

Mynd: ©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is

Nephrops norvegicus (Linnaeus, 1758)

Útbreiðsla humars er víðáttumikil allt frá norðanverðum Noregi, suður með ströndum Vestur-Evrópu og inn í Miðjarðarhaf til Grikklands. Við Ísland lifir humarinn einungis í hlýja sjónum við suðurströndina frá Hornafirði vestur um og inn í Faxaflóa. Humarinn finnst aðallega á 20-500 m dýpi, en dýpst hefur hann fundist á um 800 m dýpi vestur af Sikiley. Hér við land fæst hann á 110-300 m dýpi.

Humarinn vex í stökkum með skelskiptum, losar sig reglulega við skelina og myndar jafnframt nýja sem er stærri en sú fyrri. Eftir að kynþroska er náð vaxa karldýr mun hraðar en kvendýr þar eð kvendýrin geta ekki skipt um skel meðan þau bera eggin undir halanum milli hrygningar og klaks sem tekur 12 mánuði við Ísland. Algeng meðallengd karldýra er 14 cm utan útlima (u.þ.b. 8 ára) en kvendýra 11 cm. Stærstu karl- og kvendýr geta þó náð allt að 26 cm og 18 cm lengd.

Humarinn grefur sér göng sem ná 20-30 cm ofan í leirbotninn. Oftast eru tvö eða þrjú op á göngunum en stundum tengjast göng margra humra saman og mynda flókið gangnakerfi. Humarinn yfirgefur göngin þegar hann leitar sér fæðu en þó er talið að hann haldi sig mikið til á sömu slóðum allt sitt líf.

Fæða humarsins samanstendur af smávöxnum botndýrum af ýmsu tagi, burstaormum, krabbadýrum og skeljum, auk þess sem hann nýtir sér fiskúrkast frá fiskiskipum. Humar hefur fundist í maga margra fiska en er þó langmest étinn af þorski hérlendis.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is