Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
  Ritaskrá - bibliography
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LOÐNA
Útgáfa
Rit Fiskideildar
Rit Fiskideildar kom fyrst út árið 1937 og var þá gefið út af Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans. Fyrsti ritstjóri var Árni Friðriksson. Ritin voru gefin út á íslensku á upphafi með heftum á ensku inn á milli, en frá því um 1953 hefur ritið eingöngu verið gefið út á ensku með örfáum undantekningum. Útgáfu Rita Fiskideildar var hætt með 16. bindinu sem kom út árið 1999 og var til heiðurs dr. Unnsteini Stefánssyni haffræðingi sem lengi var ritstjóri Rita Fiskideildar.

Hafrannsóknir
Hafrannsóknir hófu göngu sína árið 1969 með útgáfu ársskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar. Fyrsti ritstjóri var Óskar Ingimarsson. Hafrannsóknir báru undirtitilinn Smárit Hafrannsóknastofnunarinnar til 1971 en hann var þá felldur niður. Í Hafrannsóknum kom ársskýrslan út til ársins 1999, en eftir það var farið að gefa hana út sérstaklega, utan ritraða. Einnig voru svokallaðar Ástandsskýrslur stofnunarinnar birtar í Hafrannsóknum til 1987 en þá fluttust þær yfir í Fjölritin. Eftir það komu Hafrannsóknir út a.m.k. einu sinni á ári (ársskýrslan), en einnig voru lengri greinar um ýmis sjávardýr og um haffræði birtar í ritinu, á íslensku, eftir því sem efni féll til. Útgáfu Hafrannsókna var hætt með 56. heftinu árið 2001.

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit
Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans gaf út fjölrit á árunum 1952-1956, alls 7 hefti. Í þeim birtust rannsóknir sem ekki þótti ástæða til að birta í almennum ritum þar sem mikið var af töfluefni og mælingum alls konar. Á árinum upp úr 1972 voru ýmis útseld verk unnin á stofnuninni og vantaði þá einhver rit til að halda utan um það efni. Ákveðið var að stofna fjölrit og þar birtust nokkrar þessara rannsókna. Einnig voru þar birtar rannsóknir og greinar sem ekki fengust birtar í öðrum tímaritum sökum lengdar. Þá var í nokkrum tilfellum birtar tímaraðir rannsókna í fjölritunum. Árið 1988 birtist Ástandsskýrslan svo kallaða í fyrsta skipti í fjölritum og hefur birst þar síðan. Nú hafa fjölritin tekið við sem eina tímarit stofnunarinnar og birtist þar fjölbreytt efni um rannsóknir sem unnar eru af sérfræðingum á Hafrannsóknastofnuninni.

Skoða leiðbeiningar um frágang handrita fyrir Fjölritið (pdf).
Að auki má nefna að sérfræðingar stofnunarinnar birta fjölda greina árlega í ýmsum vísindatímaritum.

Nánar: Leit að greinum eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar

Beiðni um greinar sem ekki eru aðgengilegar á netinu skal senda til viðkomandi sérfræðings.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is